Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 19. janúar 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland í dag - Leverkusen mætir Dortmund
Fjórir leikir eru á dagskrá í þýsku deildinni í kvöld en hæst ber að nefna leik Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund.

Leverkusen og Dortmund eru jöfn að stigum í 3. og 4. sæti deildarinnar með 29 stig, sjö stigum frá toppliði Bayern München.

Mainz og Wolfsburg eigast við á sama tíma og þá mætir Hertha Berlín liði Hoffenheim. Borussia Monchengladbach og Werder mætast í fyrsta leik dagsins en hann hefst klukkan 17:30.

Leikir dagsins:
17:30 Gladbach - Werder
19:30 Hertha - Hoffenheim
19:30 Leverkusen - Dortmund
19:30 Mainz - Wolfsburg
Athugasemdir