Ítalinn Gennaro Gattuso hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Marseille í Frakklandi.
Fabrizio Romano greinir frá þessu og segir hann að Gattuso og hans teymi hafi fengið fréttir af brottrekstrinum fyrir nokkrum klukkustundum síðan.
Gattuso tók við Marseille í september á síðasta ári en liðið er þessa stundina í níunda sæti af 18 liðum í frönsku úrvalsdeildinni.
Gattuso, sem var frábær leikmaður fyrir AC Milan á árum áður, hefur á rúmlega tíu ára þjálfaraferli stýrt Sion í Sviss, OFI Crete í Grikklandi, Palermo, Pisa, AC Milan og Napoli á Ítalíu, Valencia á Spáni og nú síðast Marseille í Frakklandi.
Hinn sjötugi Jean-Louis Gasset er sagður vera að taka við Marseille af Gattuso en hann stýrði síðast Fílabeinsströndinni. Hann var rekinn þaðan á miðju Afríkumótinu en Fílabeinsströndin endaði svo á því að vinna mótið.
Athugasemdir