Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Minnesota vill fá þjálfara frá Man Utd
Eric Ramsay.
Eric Ramsay.
Mynd: Getty Images
Minnesota United í Bandaríkjunum er að vonast til þess að ráða Eric Ramsay sem nýjan stjóra sinn.

Fabrizio Romano segir frá þessu en viðræður eru í gangi.

Ramsay er efstur á óskalista Minnesota en Romano segir að viðræðunum miði vel áfram.

Ramsay yrði yngsti stjóri í sögu MLS-deildarinnar ef hann tekur við starfinu en hann er aðeins 31 árs gamall.

Ramsay þykir efnilegur þjálfari en hann þjálfaði U23 lið Chelsea áður en hann fór yfir til Man Utd árið 2021. Hann kom inn í þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær og hefur hann einnig starfað með Ralf Rangnick og Erik ten Hag. Hann hefur meðal annars séð um föstu leikatriðin hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner