Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Girona tapaði mikilvægum slag í Bilbao
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Athletic Bilbao 3 - 2 Girona
1-0 Alejandro Berenguer ('2 )
1-1 Viktor Tsygankov ('49 )
2-1 Alejandro Berenguer ('56 )
3-1 Inaki Williams ('60 )
3-2 Eric Garcia ('75 )

Athletic Bilbao tók á móti Girona í spennandi stórleik í spænska boltanum í kvöld, þar sem Athletic er í harðri baráttu um meistaradeildarsæti á meðan Girona er í óvæntri titilbaráttu.

Heimamenn í Bilbao voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tóku forystuna strax á annarri mínútu, þegar Álex Berenguer kom boltanum í netið.

Staðan var 1-0 eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn bauð upp á mikla skemmtun, þar sem fjögur mörk litu dagsins ljós.

Viktor Tsygankov jafnaði snemma fyrir Girona en Berenguer skoraði sitt annað mark til að taka forystuna fyrir heimamenn á ný. Inaki Williams tvöfaldaði þá forystu en gestirnir voru ekki á því að gefast upp.

Eric Garcia minnkaði muninn fyrir Girona á 75. mínútu og var mikil spenna í loftinu á lokakafla leiksins, en gestunum tókst ekki að setja jöfnunarmark þó að uppbótartíminn hafi farið yfir tíu mínútur.

Athletic er aðeins tveimur stigum frá Atlético Madrid í meistaradeildarsæti eftir þennan sigur, á meðan Girona er sex stigum á eftir toppliði Real Madrid. Girona er aðeins búið að næla sér í eitt stig úr síðustu þremur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner