Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn í Noregi geta farið frítt eftir mánaðamót
Molde fagnar marki.
Molde fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran hefur haft þau áhrif í Noregi að samningar leikmanna breytast eftir tvær vikur þar sem engar æfingar eru í gangi hjá félögum.

Yfirvöld í Noregi taka þá við greiðslum á samningum og borga 62,5% hlut af launum leikmanna. Það sama á við um þjálfara og aðra starsfmenn félaga í Noregi.

Á sama tíma verða leikmenn lausir allra mála og geta farið frítt í annað félag.

Norska knattspyrnusambandið ætlar að setja félagaskiptabann í Noregi til að koma í veg fyrir að félög nýti sér þessar reglur.

Norðmenn vilja nú að FIFA setji einnig félagaskiptabann fyrir leikmenn í Noregi til að erlend félög fari ekki að nýta sér þessa stöðu sem er komin upp.
Athugasemdir
banner
banner