Alls fara fram níu leikir í Lengjubikarnum í dag en Þór/KA getur komið sér í undanúrslit í A-deild kvenna.
Þór/KA er með jafn mörg stig og Valur í riðli 1. Þróttur er þegar búið að vinna riðilinn en Þór/KA þarf aðeins að fá eitt stig gegn Selfyssingum í dag til að taka síðasta lausa sætið í undanúrslitunum.
Leikurinn hefst klukkan 16:30 og fer fram í Boganum. Sindri þarf þá að vinna stórsigur á Víði til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit hjá körlunum í B-deildinni. Haukar eru á toppnum í riðli 2 með 12 stig og 11+ í markatölu, en Sindri þarf að vinna með fimm mörkum í það minnsta til að komast áfram.
Leikir dagsins:
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
16:00 ÍH-Víkingur Ó. (Skessan)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
17:00 Víðir-Sindri (Domusnovavöllurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
18:30 Magni-KF (Boginn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
18:00 Árborg-KÁ (JÁVERK-völlurinn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
12:00 Afríka-Hörður Í. (Domusnovavöllurinn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
16:30 Þór/KA-Selfoss (Boginn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
14:00 Breiðablik-Keflavík (Kópavogsvöllur)
Lengjubikar kvenna - B-deild
13:00 Fylkir-FHL (Würth völlurinn)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
12:00 Álftanes-Völsungur (OnePlus völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir