Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. mars 2023 17:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sævar Atli klár í slaginn - Þurfti að sauma átta spor í andlitið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sævar Atli Magnússon meiddist í leik Lyngby gegn Horsens í dönsku deildinni í dag. Hann fékk þungt höfuðhögg og var hræðsla um að landsliðsverkefnið væri í hættu.


Sævar var valinn í landsliðshópinn sem spilar gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM í vikunni. Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður Sævars greindi frá því á Twitter að leikmaðurinn verði klár í slaginn fyrir leikina.

Það þurfti að sauma átta spor í andlitið á honum og hann var heppinn að fá ekki heilahristing.

Sævar Atli spilaði sína fyrstu A landsleiki í janúar í æfingaleikjum gegn Svíþjóð og Eistlandi.

Á fimmtudaginn, 23. mars, hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Næsta sunnudag er síðan útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner