Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 14:29
Elvar Geir Magnússon
Ánægður með að Jón Dagur rauk inn í klefa
Jón Dagur í leik með AGF.
Jón Dagur í leik með AGF.
Mynd: Getty Images
AGF gerði 2-2 jafntefli gegn Bröndby í dönsku deildinni í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF en var tekinn af velli eftir 57 mínútur.

Jón Dagur var ekki ánægður með skiptinguna og rauk beint inn í klefa. David Nielsen, stjóri AGF, segist ánægður með viðbrögðin.

„Það er frábært að leikmenn séu reiðir þegar ég tek þá af velli. Það gæti ekki verið betra," sagði Nielsen eftir leik.

Var Jón Dagur reiður yfir því að vera skipt af velli?

„Ég tel það. Ég sá hann bara fara inn."

AGF er í fjórða sæti í dönsku úrvalsdeildinni með 39 stig, FCK er í þriðja sæti með 42 stig, Bröndby er með 46 í öðru sæti en Midtjylland er á toppnum með 49 stig og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner