Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 13:45
Enski boltinn
Rætt um brottrekstur Mourinho - Ofboðslega skrýtin tímasetning
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham í morgun, einungis sex dögum áður en liðið mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins.

„Maður átti ekki von á þessum fréttum. Það er hægt að segja margt um Jose Mourinho sem þjálfara en hann klárar þessa úrslitaleiki sem hann fer í og hefur verið þekktur fyrir það. Þetta er ofboðslega skrýtin tímasetning," sagði Orri Freyr Rúnarsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fóbolta.net í dag en þar var rætt um brottreksturinn.

Hinn 29 ára gamli Ryan Mason hefur tímabundið við stjórnartaumunum en hann hefur þjálfað yngri lið Tottenham að undanförnu eftir að hafa áður spilað með liðinu.

„Það er ekki eins og þeir hafi gert þetta af því að þeir voru með Max Allegri á kantinum. Það er ekki eina og þeir séu með annan betri mann í staðinn." sagði Jóhann Már Helgason í þætti dagsins.

„Það er eins og það hafi orðið einhver sprenging milli hans og (Daniel) Levy (formanns Tottenham) í gærkvöldi. Hvort sem það er út af þessari Ofurdeild eða hvað, það kemur í ljós. Þetta er stórundarlegt."

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar var meira rætt um Mourinho og hugsanlegan arftaka hans hjá Tottenham.
Enski boltinn - Óvæntur brottrekstur Mourinho og Ofurdeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner