Vincent Kompany bar fyrirliðabandið í 6-0 sigri Manchester City gegn Watford í úrslitaleik enska bikarsins. 
                
                
                                    Man City tryggði sér þar með þriðja titilinn á nokkrum mánuðum. Nú hefur Kompany því unnið úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn fjórum sinnum, FA bikarinn tvisvar og góðgerðarskjöldinn tvisvar.
„Þegar ég gekk til liðs við félagið var ekki í myndinni að vinna einn titil. Ég held að þetta hafi byrjað þegar við slógum Man Utd úr leik í undanúrslitum FA bikarsins 2011. Það var þá sem við byrjuðum að trúa að við gætum unnið titla," sagði Kompany eftir sigurinn.
„Núna erum við komnir með 12 titla á hvað, 7 eða 8 árum? Það er ótrúlegt."
Þrátt fyrir ótrúlegt gengi á Englandi hefur Man City ekki tekist að komast nógu langt í Meistaradeildinni. Í ár var liðið slegið út af Tottenham í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
