Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. maí 2019 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Mögnuð byrjun ÍA heldur áfram
Einar Logi skoraði sigurmark ÍA.
Einar Logi skoraði sigurmark ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stuð á Skaganum um þessar mundir.
Það er stuð á Skaganum um þessar mundir.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Breiðablik er í öðru sæti.
Breiðablik er í öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 1 ÍA
0-1 Einar Logi Einarsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Mögnuð byrjun ÍA heldur áfram. Skagamenn sóttu Breiðablik heim í toppslag í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikið var á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli fyrir framan góðan fjölda áhorfenda.

Gunnleifur Gunnleifsson er 43 ára gamall en heldur áfram að vera ótrúlega öflugur í marki Blika. Á sjöundu mínútu leiksins þurfti hann að taka á honum stóra sínum.

„Stefán Teitur tekur hér langt innkast sem að Marcus Johansson fleytir lengra í teiginn. Þar lúrir Gonzalo Zamorano en Gunnleifur með geggjaða vörslu. Minnti á David Seaman þarna," sagði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.


Gestirnir af Skaganum voru sterkir framan af í fyrri hálfleiknum en staðan í hálfleik var markalaus.

Breiðablik skoraði á 64. mínútu en markið var dæmt af þar sem það var keyrt inn í Árna Snæ, markvörð ÍA, þegar hann var kominn með boltann.

Á 81. mínútu var Árni Snær heppinn þegar hann missti boltann frá sér. Thomas Mikkelsen kom í pressuna en sem betur fer fyrir Árna þá náði hann boltanum á undan Mikkelsen.

Það lá ekki miklið í loftinu og eikurinn virtist ætla að enda markalaus - þangað til að í uppbótartímann var komið. Þá skoraði Einar Logi Einarsson sigurmark ÍA. Ótrúleg dramatík í Kópavogi! Blikar fengu engan tíma til að svara. Lokatölur 1-0 fyrir ÍA sem er að byrja þetta mót á magnaðan hátt.


Hvað þýða þessi úrslit?
ÍA, sem er nýliði í þessari deild, er á toppnum með 13 stig eftir fimm leiki. Fjórir sigrar, eitt jafntefli og ekkert tap hjá lærisveinum Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Mögnuð byrjun hjá ÍA!

Blikar verða svekktir eftir þetta. Þeir eru í öðru sæti með 10 stig.

Sjá einnig:
Pepsi Max-deildin: Dramatíkin allsráðandi í Eyjum
Pepsi Max-deildin: Frábær sigur KA gegn Stjörnunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner