Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. maí 2019 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Frábær sigur KA gegn Stjörnunni
KA sótti sigur í Garðabæinn.
KA sótti sigur í Garðabæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 2 KA
0-1 Ólafur Aron Pétursson ('50 )
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('55 )
Lestu nánar um leikinn

KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í öðrum leik dagsins í Pepsi Max-deild karla.

Gengi KA í fyrstu fjórum umferðunum hefur ekki verið sérstakt og skrifaði ÓlI Stefán Flóventsson, þjálfari KA, pistil eftir tap í síðasta leik gegn Breiðabliki.

Stjarnan fékk betri færi í fyrri hálfleiknum og átti Hilmar Árni Halldórsson skot sem fór í stöngina undir lok fyrri hálfleiksins.

Í upphafi seinni hálfleiksins kom hins vegar fyrsta mark leiksins og var það KA-manna. Varamaðurinn Ólafur Aron Pétursson, sem hafði komið inn á fyrir meiddan Daníel Hafsteinsson, skoraði markið. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Hallgrími Mar Steingrímssyni, en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, leit ekki vel út í því.

Fimm mínútum eftir mark Ólafs skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson annað mark KA. „KA-menn komnir tveimur mörkum yfir í Garðabænum á móti sofandi Stjörnumönnum! Þvílík byrjun hjá KA í þessum seinni hálfleik, þeir eru búnir að vera miklu betri og hér endar góð sókn þeirra með að Ýmir þræðir boltann í gegn á Ella sem leggur boltann fyrir sig og setur hann örugglega í markið. Forysta KA manna verðskulduð," sagði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Rúnar Páll Sigmundsson gerði þrefalda skiptingu á 65. mínútu og heimamenn lágu nokkuð á gestunum frá Akureyri síðustu mínúturnar. En ekkert mark var skorað og því 2-0 sigur KA-staðreynd.

Hvað þýða þessi úrslit?
KA fær aukið sjálfstraust. Annar deildarsigur liðsins kominn í hús. KA fer upp í fimmta sæti deildarinnar með sex stig á meðan Stjarnan er í þriðja sæti með átta stig. Þetta er fyrsta tap Stjörnunnar í deildinni.

Stórleikur Breiðabliks og ÍA hefst klukkan 19:15. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.


Athugasemdir
banner
banner