sun 19. maí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú besta í heimi verður ekki á HM í sumar
Ada Hegerberg.
Ada Hegerberg.
Mynd: Getty Images
Hennar verður sárt saknað í norska landsliðinu.
Hennar verður sárt saknað í norska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
HM kvenna í fótbolta verður haldið 7. júní til 7. júlí og verða allir leikirnir í beinni útsendingu á RÚV.

Það verða margar frábærar fótboltakonur á mótinu en það mun vanta þá allra bestu. Hin norska Ada Hegerberg, handhafi Ballon d'Or gullknöttsins, er ekki á leiðinni á mótið. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul gefur Hegerberg ekki kost á sér í norska landsliðið.

Hegerberg leikur með franska liðinu Lyon og fór hún á kostum í gær þegar Lyon vann Meistaradeildina.

Hegerberg hefur ekki spilað fyrir norska landsliðið síðan 2017. Hún vill að leikmenn kvennalandsliðið fái meiri virðingu.

Árið 2017 samþykkti norska knattspyrnusambandið að jafna greiðslur til karla- og kvennaliðsins en Hegerberg finnst það ekki nóg.

„Þetta snýst ekki um peninga," segir hún við CNN.

„Ég var mjög heiðarleg við knattspyrnusambandið um hvað mér fannst ekki nægilega gott. Ég er búin að segja mitt og núna ræður sambandið hvað það gerir við það."

Hún hefur aldrei farið almennilega í það af hverju hún hætti í landsliðinu. „Ef ég fer að tala um það, þá mun allt fara úr böndunum," segir hún.

Norska knattspyrnusambandið segist hafa reynt að tala við Hegerberg um að snúa aftur en enn sem komið er þá hefur hún ekki viljað gera það.

Það mun ekki hjálpa Noregi að vera án hennar í sumar. Hún á að baki 66 landsleiki, en í þeim hefur hún skorað 38 mörk.

Hún hefur leikið með Lyon frá 2014. Hún hefur leikið 165 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og skorað 193 mörk í þessum leik. Það er magnað.



Athugasemdir
banner
banner
banner