Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. maí 2022 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Glæsimark Júlíönu tryggði ÍBV sigur á Blikum
Júlíana Sveinsdóttir gerði fyrsta deildarmark sitt
Júlíana Sveinsdóttir gerði fyrsta deildarmark sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 1 ÍBV
0-1 Júlíana Sveinsdóttir ('13 )
Lestu um leikinn

ÍBV marði Breiðablik, 1-0, í 5. umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Júlíana Sveinsdótrir gerði sigurmarkið en þetta var fyrsta deildarmarkið á ferlinum.

Olga Sevcova var nálægt því að koma Eyjakonum yfir á 7. mínútu er hún komst ein gegn Telmu Ívarsdóttur. Olga lyfti boltanum aðeins og hátt, sem fór bæði yfir Telmu og markið.

Nokkrum mínútum síðar skoraði Júlíana stórkostlegt mark. ÍBV fékk hornspyrnu og barst boltinn út fyrir teiginn. Júlíana var nær miðjunni en vítateignum og lét bara vaða. Boltinn sveif hátt, yfir Telmu og í netið. Fyrsta deildarmark hennar fyrir ÍBV.

Bæði lið sköpuðu sér fínustu færi en það vantaði upp á herslmuninn í færanýtingunni og átti það eftir að verða Blikum að falli.

Heiðdís Lillýardóttir komst næst því að jafna fyrir Blika í síðari hálfleiknum en skalli hennar hafnaði þverslá þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Þrátt fyrir mikinn sóknarþunga kom jöfnunarmarkið ekki og Eyjakonur fagna mikilvægum 1-0 sigri á Kópavogsvelli. Blikar eru í 4. sæti með 9 stig á meðan ÍBV er í 7. sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner