Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. maí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður Tottenham í níu mánaða bann - Tók óvart inn ólöglegt lyf
Mynd: Getty Images
Leikmaður kvennaliðs Tottenham hefur verið dæmdur í níu mánaða bann fyrir inntöku á ólöglegu lyfi (spironolactone).

Chioma Ubogagu er sóknarmaður og er dæmd í bann út frá niðurstöðu úr lyfjaprófi sem hún fór í þann 7. október á síðasta ári. Efnið sem fannst í prófinu var Canrenone sem í yfirlýsingu frá Tottenham er sagt að komi úr lyfi sem Ubogagu fékk uppáskrifað frá lækni í Bandaríkjunum áður en hún gekk í raðir félagsins.

Ubogagu tók inn húðlyf til að berjast gegn bólum. Eftir að hún gekk í raðir Tottenham hélt hún áfram að taka lyfið og alltaf án þess að vita að það væru ólögleg efni í lyfinu.

Hún óskaði eftir öðrum skammti af lyfinu í nóvember frá lækni Tottenham sem þá lét knattspyrnusambandið og breska lyfjaeftirlitið vita. Knattspyrnusambandið samþykkir að hún hafi ekki tekið inn lyfið til að reyna ná forskoti á andstæðinga sína.

Leikmaðurinn hefur beðið liðsfélaga og starfsfólk Tottenham afsökunar á því að geta ekki hjálpað til á vellinum næstu níu mánuði.
Athugasemdir
banner
banner