Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. maí 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
PSG reynir við Mane - Argentínumaður á óskalista Ten Hag
Powerade
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Lisandro Martínez.
Lisandro Martínez.
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe.
Nicolas Pepe.
Mynd: Getty Images
Mane, Pogba, Pepe, Jesus, Martínez og fleiri í slúðurpakkanum í boði Powerade þennan fimmtudaginn

Paris St-Germain gerir sig tilbúið til að reyna við senegalska framherjann Sadio Mane (30) eftir fréttir þess efnis að erfiðlega gangi hjá Liverpool að fá hann til gera nýjan samning. Núgildandi samningur Mane rennur út 2023. (Bild)

Manchester United hefur sagt Barcelona að félagið muni ekki ganga að 70 milljóna punda verðmiða á hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong (25) þrátt fyrir vilja Erik ten Hag að vinna með honum aftur. (Mail)

Argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez (24) er á óskalista Ten Hag yfir leikmenn sem hann vill fá á Old Trafford í sumar. Martínez hjálpaði Ajax að vinna hollenska meistaratitilinn. (Telegraph)

United hefur einnig áhuga á serbneska miðjumanninum Sergej Milinkovic-Savic (27) sem er með ellefu mörk og ellefu stoðsendingar í 36 deildarleikjum fyrir Lazio. (Calciomercato)

PSG og Juventus eru eftir í baráttunni um Paul Pogba (29), miðjumann Manchester United. Útilokað er að hann fari til Manchester City. (Fabrizio Romano)

Chelsea vill fá Alessio Romagnoli (27), varnarmann AC Milan og Ítalíu, á frjálsri sölu í sumar. (Mundo Deportivo)

Leicester hefur spurst fyrir um spænska markvörðinn Robert Sanchez (25) hjá Brighton. Kasper Schmeichel (35) er að fara að ræða við Leicester um samningsstöðu. (Telegraph)

Nicolas Pepe (26) er pirraður yfir litlum spiltíma og gæti ýtt á að vera seldur. Hann var keyptur á 72 milljónir punda 2019. (Mirror)

Arsenal mun líklega bjóða 35 milljónir punda í brasilíska framherjann Gabriel Jesus (25) sem er líklegur til að yfirgefa Manchester City eftir kaup félagsins á Erling Haaland. (Football.london)

Forráðamenn Arsenal ræða um hvort selja eigi brasilíska varnarmanninn Gabriel Magalhaes (24) í sumar en hann hefur verið orðaður við Juventus. (Tuttosport)

Enski miðjumaðurinn Conor Gallagher (22) og albanski framherjinn Armando Broja (20) munu snúa aftur til Chelsea þegar lánssamningar þeirra við Crystal Palace og Southampton renna út á næstu dögum. (Fabrizio Romano)

Chelsea hyggst hefja viðræður að nýju um Ousmane Dembele (25) ef franski vængmaðurinn er enn fáanlegur frá Barcelona þegar yfirtökunni á Chelsea er lokið. (90min)

Skoski miðjumaðurinn John McGinn (27) hjá Aston Villa er á lista Tottenham yfir möguleg sumarkaup. (Telegraph)

Kamerúnski miðjumaðurinn Andre-Frank Zambo Anguissa (26) mun vera áfram hjá Napoli á næsta tímabili eftir að hafa komið á eins árs lánssamningi í fyrra. (Football Italia)

Neil Wood, þjálfari varaliðs Manchester United, er í viðræðum um að taka við Salford City í ensku D-deildinni. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner