Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo hefur enga trú á að Arsenal vinni titilinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Portúgalska goðsögnin Cristiano Ronaldo hefur enga trú á því að Arsenal geti unnið enska úrvalsdeildartitilinn á lokadegi tímabilsins.

Arsenal þarf hálfgert kraftaverk til að vinna titilinn, þar sem liðið þarf að vinna heimaleik gegn Everton auk þess að treysta á að ógnarsterkt lið Manchester City sigri ekki heimaleik sinn gegn West Ham United.

Arsenal er tveimur stigum á eftir Man City fyrir lokaumferðina og með betri markatölu.

„Nei, þeir munu ekki vinna deildina. Ó guð," sagði Ronaldo einfaldlega þegar hann var spurður út í möguleika Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner