Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Vítaklúður kom í veg fyrir sigur Spánverja
Mynd: EPA
Spain 1 - 1 Poland
1-0 Alvaro Morata ('26 )
1-1 Robert Lewandowski ('54 )
1-1 Gerard Moreno ('58 , Misnotað víti)

Spánn og Pólland áttust við í síðasta leik dagsins á Evrópumótinu.

Alvaro Morata kom Spáni í 1-0 á 25. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Markahrókurinn Robert Lewandowski komst á blað fyrir Pólland með marki á 54. mínútu. Spánverjar fengu vítaspyrnu á 58. mínútu og Gerard Moreno steig á punktinn. Hann skaut boltanum í stöng, Morata náði fyrstur manna til boltans en setti boltann framhjá markinu.

Skömmu áður en vítaspyrnan var dæmd kom hinn 17 ára gamlæi Kacper Kozlowski inná hjá Póllandi en hann bætti met Bellingham og er orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu EM.

Á 84. mínútu varði Wojciech Szczesny markvörður Póllands, skot Morata glæsilega og kom í veg fyrir að Spánn kæmist yfir. Spánverjar gerðu allt sem þeir gátu til að ná í sigur mark en allt kom fyrir ekki. 1-1 lokatölur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner