Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   mið 19. júní 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkasta lið 8. umferðar - Komin með 100 mörk fyrir félagið
Sandra María hefur verið geggjuð á tímabilinu.
Sandra María hefur verið geggjuð á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldís er að eiga gott tímabil með FH.
Aldís er að eiga gott tímabil með FH.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frábær á Kópavogsvelli.
Frábær á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppnum, markalaust var í leikhléi gegn Þrótti en í byrjun seinni hálfleiks kláruðu Blikar leikinn með þremur mörkum, með smá astoð frá gestunum úr Laugardalnum. Þrjár úr liði Breiðabliks eru í liði umferðarinnar.

Andrea Rut Bjarnadóttir og Karitas Tómasdóttir voru á skotskónum og þá er Ásta Eir Árnadóttir búin að vera algjör klettur í öftustu línu í sumar. Karitas er í liðinu í fyrsta sinn, Andrea í annað sinn og Ásta í þriðja sinn.

„Ákaflega flottur leikur hjá Andreu. Brýtur isinn í dag og hefði getað skorað fleiri en hún átti dauðafæri í fyrri hálfleik," skrifaði Kjartan Leifur í skýrslunni eftir leik um frammistöðu Andreu sem var best á vellinum.



Þór/KA vann öflugan endurkomusigur gegn Stjörnunni í umferðinni og er Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari umferðarinnar. Hann er það í annað sinn í sumar. Sandra María Jessen skoraði sitt 100. mark fyrir Þór/KA í leiknum og er sú markahæsta í deildinni í liðinu í fjórða sinn í sumar. Hildur Anna Birgisdóttir átti frábæra innkomu í seinni hálfleik, bæði skoraði og lagði upp og er í fyrsta sinn í sumar í úrvalsliðinu.

Þær Ída Marín Hermannsdóttir og Aldís Guðlaugsdóttir eru fulltrúar FH í liðinu en liðið vann 1-0 heimasigur á Keflavík í umferðinni. Ída er í liðinu í fyrsta sinn í sumar en Aldís er í þriðja sinn og í annað skiptið í röð.

Valsarar eiga tvo fulltrúa í liðinu. Jasmín Erla Ingadóttir lék á als oddi í leiknum og er mætt til baka í úrvalsliðið eftir smá fjarveru, er í liðinu í fjórða sinn í sumar. Amanda Andradóttir er sömuleiðis aftur komin í úrvalsliðið eftir smá hlé.

Tindastóll og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Sauðárkróki. Hafdís Bára Höskuldsdóttir skoraði mark Víkings í leiknum og Bryndís Rut Haraldsdóttir var öflug í varnarlínu Tindastóls.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner