Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkasta lið 8. umferðar - Komin með 100 mörk fyrir félagið
Sandra María hefur verið geggjuð á tímabilinu.
Sandra María hefur verið geggjuð á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldís er að eiga gott tímabil með FH.
Aldís er að eiga gott tímabil með FH.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frábær á Kópavogsvelli.
Frábær á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppnum, markalaust var í leikhléi gegn Þrótti en í byrjun seinni hálfleiks kláruðu Blikar leikinn með þremur mörkum, með smá astoð frá gestunum úr Laugardalnum. Þrjár úr liði Breiðabliks eru í liði umferðarinnar.

Andrea Rut Bjarnadóttir og Karitas Tómasdóttir voru á skotskónum og þá er Ásta Eir Árnadóttir búin að vera algjör klettur í öftustu línu í sumar. Karitas er í liðinu í fyrsta sinn, Andrea í annað sinn og Ásta í þriðja sinn.

„Ákaflega flottur leikur hjá Andreu. Brýtur isinn í dag og hefði getað skorað fleiri en hún átti dauðafæri í fyrri hálfleik," skrifaði Kjartan Leifur í skýrslunni eftir leik um frammistöðu Andreu sem var best á vellinum.Þór/KA vann öflugan endurkomusigur gegn Stjörnunni í umferðinni og er Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari umferðarinnar. Hann er það í annað sinn í sumar. Sandra María Jessen skoraði sitt 100. mark fyrir Þór/KA í leiknum og er sú markahæsta í deildinni í liðinu í fjórða sinn í sumar. Hildur Anna Birgisdóttir átti frábæra innkomu í seinni hálfleik, bæði skoraði og lagði upp og er í fyrsta sinn í sumar í úrvalsliðinu.

Þær Ída Marín Hermannsdóttir og Aldís Guðlaugsdóttir eru fulltrúar FH í liðinu en liðið vann 1-0 heimasigur á Keflavík í umferðinni. Ída er í liðinu í fyrsta sinn í sumar en Aldís er í þriðja sinn og í annað skiptið í röð.

Valsarar eiga tvo fulltrúa í liðinu. Jasmín Erla Ingadóttir lék á als oddi í leiknum og er mætt til baka í úrvalsliðið eftir smá fjarveru, er í liðinu í fjórða sinn í sumar. Amanda Andradóttir er sömuleiðis aftur komin í úrvalsliðið eftir smá hlé.

Tindastóll og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Sauðárkróki. Hafdís Bára Höskuldsdóttir skoraði mark Víkings í leiknum og Bryndís Rut Haraldsdóttir var öflug í varnarlínu Tindastóls.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner