Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 19. júlí 2019 08:35
Magnús Már Einarsson
Inter að hætta við Lukaku?
Powerade
Hvað verður um Lukaku?
Hvað verður um Lukaku?
Mynd: Getty Images
Lo Celso gæti farið til Tottenham á metfé.
Lo Celso gæti farið til Tottenham á metfé.
Mynd: Getty Images
Margir fastagestir koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Skoðum hverjir það eru!



Florentino Perez, forseti Real Madrid, er að reyna að sannfæra Zinedine Zidane þjálfara liðsins um að hætta við kaup á Paul Pogba (26) og spila þess í stað Gareth Bale (30). Ástæðan er sú að illa gengur að selja Bale. (Independent)

Óvíst er hvort Romelu Lukaku, framherji Manchester United, fari til Inter þar sem ítalska félagið er ekki viss um að hann sé 75 milljón punda virði. (Sun)

Tottenham ætlar að gera Giovani lo Celso (23) miðjumann Real Betis að dýrasta leikmanni í sögu félagsins með því að borga 70 milljónir punda fyrir hann í sumar. (Mirror)

PSG og Schalke vilja Danny Rose (29) bakvörð Tottenham en hann er falur fyrir 20 milljónir punda. (Sky Sports)

Manchester United ætlar að leggja fram fyrsta tilboð í miðjumanninn Bruno Fernandes (24) en félagið fær keppni frá Tottenham um hann. (A Bola)

Steve Bruce, nýráðinn stjóri Newcastle, mun funda með miðjumanninum Sean Longstaff (21) á næstu dögum til að sannfæra hann um að fara ekki til Manchester United. (Sky Sports)

Arsenal er nálægt því að kaupa brasilíska framherjann Everton (23) frá Gremio á 39,5 milljónir punda. (Marca)

Arsenal vonast einnig til að fá miðjumanninn Dani Ceballos (22) á láni frá Real Madrid. (Goal)

Wilfried Zaha (26) hefur tilkynnt forráðamönnum Crystal Palace að hann vilji fara frá félaginu en Arsenal hefur sýnt honum áhuga. (Sky Sports)

Crystal Palace er að íhuga tilboð í bakvörðinn Carl Jenkinson (27) en hann gæti fyllt skarð Aaron Wan-Bissaka sem fór til Manchester United. (Star)

Callum Hudson-Odoi (18) leikmaður Chelsea er að ganga frá nýjum fimm ára samningi upp á 100 þúsund pund í laun á viku. (Mail)

Aston Villa vill fá framherjann Daniel Sturridge (29) en hann er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner