Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 09:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saul til Englands, Chelsea og Bayern skipta, og Coutinho frystur
Powerade
Saul gæti endað á Englandi.
Saul gæti endað á Englandi.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að reyna að kaupa Erling Haaland (til vinstri).
Chelsea er að reyna að kaupa Erling Haaland (til vinstri).
Mynd: EPA
Dumfries, sem var frábær á EM, er orðaður við Inter.
Dumfries, sem var frábær á EM, er orðaður við Inter.
Mynd: EPA
Verður Hudson-Odoi skipt til Bayern?
Verður Hudson-Odoi skipt til Bayern?
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Mánudagar eru misgóðir. Við byrjum þennan mánudaginn með slúðrinu!



Það er lítið að frétta af mögulegum vistaskiptum miðjumannsins Saul Niguez (26) frá Atletico Madrid til Barcelona. Umboðsmaður leikmannsins er búinn að heyra í nokkrum félögum og er möguleiki á því að hann endi í Liverpool eða Manchester United. (AS)

Arsenal er tilbúið að borga 34 milljóna punda verðmiðann á Manuel Locatelli (23), miðjumanni Sassuolo og ítalska landsliðsins. (Fabrizio Romano)

Chelsea er að skoða allar leiðir til þess að ganga frá kaupum á Erling Braut Haaland (20), sóknarmanni Borussia Dortmund. Það er ólíklegt að félögin skipti á leikmönnum. (Sky í Þýskalandi)

Chelsea hefur boðið Bayern München að fá Callum Hudson-Odoi (20) í skiptum fyrir franska kantmanninn Kingsley Coman (25). (L'Equipe)

Arsenal vill fá Max Aarons (21), bakvörð Norwich, til að koma í stað Hector Bellerin. Þýsku risarnir í Bayern hafa einnig áhuga á leikmanninum. (Express)

Everton og West Ham hafa haft samband við Barcelona um það að fá miðvörðinn Clement Lenglet (26). (AS)

Juventus þarf að borga 43 milljónir punda til þess að fá sóknarmanninn Gabriel Jesus (24) frá Manchester City. (Calciomercato)

Juventus er líka að skoða það að fá argentínska miðjumanninn Leandro Paredes (27) á láni frá Paris Saint-Germain. (La Repubblica)

Barcelona hefur áhuga á Renato Sanches (23), miðjumanni Frakklandsmeistara Lille. Barcelona er til í að taka hann á láni með skyldu um að kaupa hann svo. Hann er metinn á 30 milljónir punda. (AS)

Barcelona gæti sett Philippe Coutinho (29) í frystinn ef félaginu tekst ekki að losa sig við þann brasilíska. Ef Coutinho spilar tíu leiki í viðbót fyrir Börsunga þá þarf Katalóníustórveldið að borga Liverpool rúmar 17 milljónir punda. (AS)

Brighton ætlar að reyna að kaupa franska sóknarmanninn Odsonne Edouard (23) frá Celtic. (Express)

Brighton hefur jafnframt lýst yfir áhuga á Martin Braithwaite (30), sóknarmanni Barcelona, sem er einnig á óskalista Wolves og West Ham. (Sport)

Cristiano Ronaldo (36) birti áhugaverða færslu á Instagram eftir að franska íþróttablaðið L'Equipe fjallaði um að möguleg félagaskipti argentínska sóknarmannsins Mauro Icardi (28) til Juventus velti á því hvort Ronaldo verði áfram í Juventus eða ekki. Ronaldo skrifaði "ákvörðunardagur" á Instagram. (AS)

Manchester United hefur mikinn áhuga á hægri bakverðinum Kieran Trippier (30) en Atletico Madrid stefnir á að halda honum. (AS)

Arsenal ætlar sér að selja sóknarmanninn Alexandre Lacazette (30) til að safna fyrir öðrum leikmönnum. (Mirror)

Inter vill fá bakvörðinn Denzel Dumfries frá PSV (25) en getur aðeins skoðað það að fá hann á láni vegna fjárhagsstöðu félagsins. (Calciomercato)

Luka Romero (16), ungur miðjumaður Mallorca, mun gangast undir læknisskoðun hjá Lazio í dag. (Calciomercato)

Bayern München er tilbúið að selja miðjumanninn Corentino Tolisso (26) á 17 milljónir punda í sumar. Hann hefur verið orðaður við Juventus og Napoli á Ítalíu. (L'Equipe)

Thomas Robert, sonur Laurent Robert, fyrrum leikmanns Newcastle, er að æfa með Burnley. (Sun)

Burnley er að semja við markvörðinn Wayne Hennessey (34) sem rann út á samningi hjá Crystal Palace eftir síðasta tímabil. (Mail)

Newcastle er búið að samþykkja að selja miðvörðinn Florian Lejeune (30) til Alaves á Spáni. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner