Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 19. ágúst 2022 23:43
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Árbær tryggði sér sæti í úrslitakeppninni
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Það var nóg um að vera í 4. deildinni í kvöld þar sem Árbær tryggði sér annað sæti A-riðils með þægilegum sigri gegn Ísbirninum.


Hvíti riddarinn rúllaði yfir Reyni Hellissandi og þá átti Kría leik við KFB en upplýsingar eiga eftir að berast úr þeim leik sem skiptir litlu máli nema fyrir stolt liðanna.

KFK rúllaði yfir B-riðil og hélt uppteknum hætti með sigri í lokaumferðinni. RB lagði þá Afríku að velli og endar Afríka án stiga.

Að lokum voru tveir leikir í E-riðli þar sem Einherji rústaði riðlinum og endaði riðlakeppnina á sigri gegn Samherjum á meðan Spyrnir vann þægilegan heimaleik.

A-riðill:
Hvíti riddarinn 7 - 0 Reynir H
1-0 Egill Jóhannsson ('18 )
2-0 Haukur Hall Eyþórsson ('21 )
3-0 Haukur Hall Eyþórsson ('26 )
4-0 Kolfinnur Ernir Kjartansson ('42 )
5-0 Eiríkur Þór Bjarkason ('76 )
6-0 Sigurjón Ari Guðmundsson ('77 )
7-0 Úlfar Ingi Þrastarson ('90 , Sjálfsmark)

Ísbjörninn 0 - 6 Árbær
0-1 Jonatan Aaron Belányi ('19 )
0-2 Jonatan Aaron Belányi ('22 )
0-3 Sæmundur Sven A Schepsky ('29 )
0-4 Nemanja Lekanic ('54 )
0-5 Bjarni Fannar Bjarnason ('60 )
0-6 Gauti Magnason ('71 )

Kría - KFB
vantar upplýsingar

B-riðill:
RB 6 - 3 Afríka
1-0 Reynir Þór Valsson ('2 , Mark úr víti)
1-1 Omar Daidou ('17 )
2-1 Sævar Logi Jónsson ('21 )
3-1 Daníel Bergmann Róbertsson ('45 )
4-1 Gabríel Þór Gunnarsson ('56 )
4-2 Mohamad Samit ('59 )
4-3 Mohamad Samit ('72 )
5-3 Nikita Nastusenko ('77 )
6-3 Gabríel Þór Gunnarsson ('89 )

SR 0 - 2 KFK
0-1 Jamal Michael Jack ('40 )
0-2 Steinar Aron Magnússon ('90 )

E-riðill:
Samherjar 0 - 1 Einherji
0-1 Bjarki Már Hafliðason ('45 , Sjálfsmark)

Spyrnir 3 - 0 Boltaf. Norðfj.
1-0 Steinþór Hrímnir Aðalsteinsson ('51 )
2-0 Finnur Huldar Gunnlaugsson ('65 )
3-0 Eyþór Magnússon ('86 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
4. deild karla - E-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir