Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 19. ágúst 2022 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ndombele til Napoli (Staðfest)
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombele er genginn í raðir ítalska félagsins Napoli á eins árs lánssamningi frá Tottenham. Napoli fær svo í kjölfarið tækifæri til þess að kaupa leikmanninn .

Ndombele gekk í raðir Tottenham árið 2019 frá Lyon og greiddi Tottenham 63 milljónir punda fyrir leikmanninn. Hann hefur ekki náð að sýna sitt besta hjá Tottenham og er núna aftur lánaður í burtu.

Hann var á láni hjá Lyon seinni hluta síðasta tímabils, spilaði þar fimmtán leiki og skoraði eitt mark.

Napoli greiðir eina milljón evra fyrir að fá Ndombele og getur svo keypt hann á þrjátíu milljónir evra.

Ndombele er 25 ára gmall og á að baki sjö A-landsleiki fyrir Frakkland.
Athugasemdir
banner