Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 19. ágúst 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
U17: Naumt tap gegn Tyrkjum
Mynd: KSÍ
U17 ára landslið karla tapaði fyrir Tyrklandi, 2-1, er liðin mættust í Telki Cup í Ungverjalandi í gær. Þetta var annar tapleikur Íslands á mótinu.

Stígur Diljan Þórðarson gerði eina mark Íslands í leiknum á 69. mínútu.

Liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í fyrsta leik mótsins og var þetta því annað tap liðsins.

Síðasti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun en sá leikur hefst klukkan 11:00.
Athugasemdir