Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 20. umferðar - Helgi Valur í fjórða sinn
Til hamingju KR!
Pablo Punyed er í liðinu.
Pablo Punyed er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur er 38 ára.
Helgi Valur er 38 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Raggi Óla
KR-ingar innsigluðu Íslandsmeistaratitilinn á mánudagskvöld með faglegum og öruggum 1-0 útisigri gegn Val. Það er því vel við hæfi að Rúnar Kristinsson sé þjálfari 20. umferðar.

Auk hans eru þrír leikmenn KR í úrvalsliðinu. Það eru Finnur Tómas Pálmason, Skúli Jón Friðgeirsson og Pablo Punyed. Finnur var valinn maður leiksins en miðvörðurinn ungi hefur verið magnaður í allt sumar.

Skúli Jón var frábær sem varnartengiliður í leiknum en í úrvalsliðinu fær hann þó að spila í varnarlínunni. Þá var Pablo Punyed frábær en fleiri leikmenn KR gerðu tilkall.


Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Haraldur Björnsson átti stórleik í marki Garðabæjarliðsins og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði frábært mark fyrir Blika.

Josip Zeba, varnarmaður Grindavíkur, var flottur að vanda í 1-1 jafntefli gegn ÍA. Stefán Teitur Þórðarson skoraði mark ÍA beint úr aukaspyrnu.

Það voru tveir leikmenn sem hlóðu í þrennu í ótrúlegum 6-4 sigri FH gegn ÍBV. Morten Beck skoraði þrennu annan deildarleikinn í röð og Gary Martin skoraði þrjú fyrir ÍBV og blandar sér í baráttuna um gullskóinn.

Helgi Valur Daníelsson var maður leiksins í 3-1 sigri Fylkis gegn bikarmeisturum Víkings og Elfar Árni Aðalsteinsson í jafntefli KA og HK. Ellismellurinn Helgi Valur er valinn í fjórða sinn í sumar.

Sjá einnig:
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner