Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. júní 2019 10:32
Arnar Daði Arnarsson
Lið 10. umferðar - Þrír HK-ingar í fyrsta skipti
Tobias Thomsen er í liði umferðarinnar.
Tobias Thomsen er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Gunnarsson er í liðinu.
Bjarni Gunnarsson er í liðinu.
Mynd: Haukur Gunnarsson
10. umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í gær með 2-1 sigri KR á FH í Hafnarfirðinum.

Óvæntustu úrslit umferðarinnar komu á Skaganum þegar nýliðarnir mættust, ÍA og HK. Þar náði Brynjar Björn Gunnarsson og hans strákar í sinn annan sigur í deildinni í sumar, 2-0. Brynjar Björn er þjálfari umferðarinnar.


HK-ingarnir Leifur Andri Leifsson og Hörður Árnason eru í vörninni og þá er Bjarni Gunnarsson í fremstu víglínu.

Elias Tamburini er einnig í vörninni þrátt fyrir 1-0 tap gegn Val.

Beitir Ólafsson var frábær í marki KR í 2-1 sigrinum á FH. Þá var Pálmi Rafn Pálmason öflugur á miðjunni. Tobias Thomsen er einnig í úrvalsliðinu.

Miðjumennirnir hjá Stjörnunni, Alex Þór Hauksson og Hilmar Árni Halldórsson voru stórkostlegir í 5-1 sigri gegn Fylki. Guðmundur Andri Tryggvason er fulltrúi Víkings í liði umferðarinnar eftir sigurinn á KA í 4-3 sigri fyrir norðan.

Aron Bjarnason heldur áfram að slá í gegn og er í liði umferðarinnar í þriðja sinn í sumar. Blikarnir unnu 3-1 sigur á ÍBV eftir að hafa lent 0-1 undir í fyrri hálfleik.

Sjá einnig:
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar


Athugasemdir
banner
banner
banner