Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 16:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jota: Ómögulegt að segja nei við Liverpool
Mynd: Getty Images
Diogo Jota er orðinn leikmaður Liverpool. Félagið tilkynnti um félagaskipti sóknarmannsins frá Wolves fyrr í dag.

Jota var í viðtali við heimasíðu Liverpool í kjölfar skiptanna.

„Ég er mjög spenntur fyrir mína hönd og einnig fjölskyldu minnar vegna. Eftir mína vegferð síðan ég var barn að ganga núna í raðir heimsmeistaranna - það er ótrúlegt. Mig klæjar í puttana að fara af stað."

„Þetta er eitt besta félag í heimi - besta félagið þessa stundina. Þegar þú horfir á úrvaldseildina þá sérðu Liverpool alltaf sem eitt stærsta félag landsins svo það er ekki hægt að segja nei. Við fjölskyldan vildum koma hingað og gera okkar besta og vonandi get ég verið góður kostur fyrir Liverpool,"
sagði Jota sem verður númer 20.

„Mér finnst ég vera liðsmaður. Ég spila fremst á vellinum og mitt verk er að finna leið til að skora eða búa til mörk og það má búast við því frá mér. Ég mun alltaf gera mitt besta fyrir félagið. Stuðningsmenn geta treyst á mig því ég er einn af þeim og ég mun gera mitt besta," sagði Jota að lokum.
Athugasemdir
banner
banner