Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 19. september 2020 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Við þurfum að líta í spegil
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester United átti slakan leik og segir Solskjær að hann sé ekki með nægilega stóran leikmannahóp.

„Þið getið séð að hópurinn okkar er ekki nógu stór, við áttum skilið að tapa þessum leik. Þeir voru beittari en við þar sem við höfum ekki haft nægilega langt undirbúningstímabil," sagði Solskjær að leikslokum.

„Þeir spiluðu fjóra æfingaleiki og þetta var þriðji keppnisleikurinn þeirra á tímabilinu. Við vorum bara með einn æfingaleik gegn Aston Villa undir beltinu. Við munum bæta okkur í næstu leikjum, það er ekki venjulegt að sjá strákana spila svona illa því þeir eru mikið betri en þetta. Við getum spilað mun betur en við gerðum í dag."

Man Utd vantar miðvörð og vinstri bakvörð og virðist Alex Telles vera á leið til félagsins. Solskjær vildi ekki tjá sig sérstaklega um leikmannamarkaðinn.

„Við erum alltaf að reyna að bæta liðið ef við finnum réttan leikmann á réttu verði. Við viljum styrkja liðið en eftir þennan leik þurfum við að líta í spegil því við erum miklu betri heldur en við sýndum í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner