Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur náð flottum árangri við stjórnvölinn hjá Þrótti Vogum.
Hann kom liðinu upp úr 2. deild á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins og munu Þróttarar því leika í Lengjudeildinni næsta sumar.
Hermann er á meðal þeirra sem hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá ÍBV, sem er núna laust.
Hemmi er Eyjamaður og er orðinn miklu reyndari og færari en hann var þegar hann hélt síðast um stjórnartaumana í Vestmannaeyjum.
Í viðtali í gær sagðist Hermann ekki hafa rætt við Eyjamenn. Aðspurður hvort hann verði áfram með Þrótt, sagði fyrrum varnarjaxlinn: „Það er verið að vinna í því. Það er líklegt."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan.
Athugasemdir