Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   þri 19. september 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
Ég skil Val eftir heima og er mætt hingað til að vera leikmaður landsliðsins
Ég skil Val eftir heima og er mætt hingað til að vera leikmaður landsliðsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á æfingunni í dag.
Á æfingunni í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Úff, frábær spurning. Ég fékk einhverja stutta útskýringu á þessu í gær, veit að þetta er mikilvægt og mikilvægt fyrir okkur að komast sem best út úr þessu. En þetta er mjög spennandi," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrir landsliðsæfingu dagsins.

Þjóðadeildin hefst á föstudag þegar Danmörk og Þýskaland mætast annars vegar og Ísland og Wales hins vegar. Landsliðið kom saman í gær og komu leikmenn beint af fundi í viðtöl við fjölmiðla í morgun.

Valur varð Íslandsmeistari í síðustu viku og var Arna spurð út í hvernig væri að koma inn í verkefnið sem Íslandsmeistari.

„Maður þarf að kúpla sig út úr sínu félagsliði þegar maður kemur hingað inn. Það eru öðruvísi áherslur. Ég skil Val eftir heima og er mætt hingað til að vera leikmaður landsliðsins."

Hvað vita leikmenn um Wales?

„Við skoðuðum þær aðeins áðan, hittumst fyrst í gær og fórum yfir fyrstu klippur í dag. Við spiluðum við þær á Pinatar og þetta er hörkulið, en það er fullt af möguleikum og eitthvað sem við ættum að geta nýtt okkur. Þetta verður bara hörkuleikur á föstudaginn."

„Markmiðið í þessu verkefni er bókstaflega það, að reyna vinna báða leikina."


Eigum ógeðslega mikið af góðum hafsentum
Arna hefur verið í landsliðinu undanfarið ár og hefur komið við sögu í fjórum vináttuleikjum. Hún er einn allra besti varnarmaður Bestu deildarinnar. Gerir hún ráð fyrir því að spila í þessu verkefni?

„Ég kem bara alltaf frekar auðmjúk inn í þessi verkefni, ég átta mig á minni stöðu og veit að við eigum ógeðslega mikið af góðum hafsentum. Ég kem bara hér og tek mínu hlutverki, hvað sem það er hverju sinni. Það kemur í ljós hvort ég spili, en ég reyni bara að skila mínu."

Landsliðsþjálfarinn hefur bæði spilað með tvo miðverði og svo þrjá.

„Við erum samt með fimm eða sex hafsenta. Það er bara hörkusamkeppni. Það verður bara að koma í ljós, ég bara tek mínu hlutverki og reyni að gera það sem best," sagði Arna og er hægt að taka undir með henni þegar kemur að breiddinni í miðvarðastöðurnar.

Miðverðirnir í hópnum:
Guðný Árnadóttir - AC Milan
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern München
Arna Eiríksdóttir - FH
Guðrún Arnardóttir - Rosengård
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur

Hún ræðir í viðtalinu um tímabilið með Val, Meistaradeildina, sig sjálfa og var svo spurð út í sinn fyrrum liðsfélaga. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner