Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   þri 19. september 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
Ég skil Val eftir heima og er mætt hingað til að vera leikmaður landsliðsins
Ég skil Val eftir heima og er mætt hingað til að vera leikmaður landsliðsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á æfingunni í dag.
Á æfingunni í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Úff, frábær spurning. Ég fékk einhverja stutta útskýringu á þessu í gær, veit að þetta er mikilvægt og mikilvægt fyrir okkur að komast sem best út úr þessu. En þetta er mjög spennandi," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrir landsliðsæfingu dagsins.

Þjóðadeildin hefst á föstudag þegar Danmörk og Þýskaland mætast annars vegar og Ísland og Wales hins vegar. Landsliðið kom saman í gær og komu leikmenn beint af fundi í viðtöl við fjölmiðla í morgun.

Valur varð Íslandsmeistari í síðustu viku og var Arna spurð út í hvernig væri að koma inn í verkefnið sem Íslandsmeistari.

„Maður þarf að kúpla sig út úr sínu félagsliði þegar maður kemur hingað inn. Það eru öðruvísi áherslur. Ég skil Val eftir heima og er mætt hingað til að vera leikmaður landsliðsins."

Hvað vita leikmenn um Wales?

„Við skoðuðum þær aðeins áðan, hittumst fyrst í gær og fórum yfir fyrstu klippur í dag. Við spiluðum við þær á Pinatar og þetta er hörkulið, en það er fullt af möguleikum og eitthvað sem við ættum að geta nýtt okkur. Þetta verður bara hörkuleikur á föstudaginn."

„Markmiðið í þessu verkefni er bókstaflega það, að reyna vinna báða leikina."


Eigum ógeðslega mikið af góðum hafsentum
Arna hefur verið í landsliðinu undanfarið ár og hefur komið við sögu í fjórum vináttuleikjum. Hún er einn allra besti varnarmaður Bestu deildarinnar. Gerir hún ráð fyrir því að spila í þessu verkefni?

„Ég kem bara alltaf frekar auðmjúk inn í þessi verkefni, ég átta mig á minni stöðu og veit að við eigum ógeðslega mikið af góðum hafsentum. Ég kem bara hér og tek mínu hlutverki, hvað sem það er hverju sinni. Það kemur í ljós hvort ég spili, en ég reyni bara að skila mínu."

Landsliðsþjálfarinn hefur bæði spilað með tvo miðverði og svo þrjá.

„Við erum samt með fimm eða sex hafsenta. Það er bara hörkusamkeppni. Það verður bara að koma í ljós, ég bara tek mínu hlutverki og reyni að gera það sem best," sagði Arna og er hægt að taka undir með henni þegar kemur að breiddinni í miðvarðastöðurnar.

Miðverðirnir í hópnum:
Guðný Árnadóttir - AC Milan
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern München
Arna Eiríksdóttir - FH
Guðrún Arnardóttir - Rosengård
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur

Hún ræðir í viðtalinu um tímabilið með Val, Meistaradeildina, sig sjálfa og var svo spurð út í sinn fyrrum liðsfélaga. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner