Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   þri 19. september 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri á flottum lista - „Getur fylgt í fótspor Rasmus Höjlund"
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er í dag á lista hjá vefmiðlinum Goal yfir 24 unga leikmenn sem verður spennandi að fylgjast með í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst í kvöld en FC Kaupmannahöfn hefur leik gegn Galatasaray á morgun. Orri Steinn, sem er nýorðinn 19 ára gamall, hefur verið í flottu hlutverki hjá FCK í byrjun tímabils og gæti leikið stórt hlutverk í Meistaradeildinni.

Hann er í dag á lista yfir til að fylgjast með í Meistaradeildinni. Á listanum eru einnig leikmenn eins og Alejandro Garnacho frá Manchester United, Gavi hjá Barcelona og Youssoufa Moukoko hjá Borussia Dortmund.

„Orri hefur nú þegar náð að grípa fyrirsagnirnar í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar sem hann náði að skora þrennu gegn liðinu sem faðir hans stýrir," segir á Goal.

„Hann hefur verið markamaskína í unglingakademíunni og þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður hefur sýnt nógu mikið með aðalliðinu nú þegar að hann getur fylgt í fótspor Rasmus Höjlund með því að útskrifast úr akademíu danska félagsins og í einn besta unga sóknarmann Evrópu."

Hægt er að skoða listann í heild sinni með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner