Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 19. október 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan sagður ætla að breyta til - Gæti farið til Ítalíu
Framtíð Zlatan Ibrahimovic er í óvissu en ljóst þykir að hann ætlar að breyta til eftir tvö frábær ár hjá Los Angeles Galaxy í MLS deildinni.

Zlatan hefur verið burðarstólpur liðsins frá komu sinni og er kominn með 30 mörk í 29 deildarleikjum á tímabilinu. Í fyrra gerði hann 22 mörk í 27 leikjum.

L.A. Galaxy mætir Minnesota United í úrslitakeppni MLS og mun sigurliðið spila fið Los Angeles FC í 8-liða úrslitum.

Zlatan, sem er orðinn 38 ára gamall, hefur verið orðaður við félög um allan heim. Meðal þeirra eru Boca Juniors í Argentínu og Inter og Napoli á Ítalíu.

Einhverjir miðlar halda því þó fram að nú ætli sænski kóngurinn að leggja skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner