Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 19. október 2020 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leeds og Wolves: Harrison og Rodrigo byrja
Skemmtilegir nýliðar Leeds United taka á móti Wolves í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er afar áhugaverð viðureign þar sem Leeds er að reyna að feta í fótspor Úlfanna á sínu fyrstu úrvalsdeildartímabili eftir alltof langa fjarveru.

Bæði lið hafa farið þokkalega af stað en Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við stórlið Manchester City fyrir landsleikjahlé.

Jack Harrison og Rodrigo Moreno koma inn í liðið fyrir Ezgjan Alioski og Patrick Roberts sem detta á bekkinn.

Nuno Espirito Santo gerir eina breytingu á liði Úlfanna sem lagði Fulham að velli í síðustu umferð. Joao Moutinho kemur inn á miðjuna fyrir Ruben Neves.

Leeds er með sjö stig eftir fjórar umferðir og Úlfarnir eru með sex stig. Leikurinn verður sýndur beint í Sjónvarpi Símans.

Leeds: Meslier, Ayling, Koch, Cooper, Dallas, Phillips, Costa, Klich, Rodrigo, Harrison, Bamford
Varamenn: Casilla, Alioski, Struijk, Roberts, Hernandez, Poveda, Raphinha

Wolves: Patricio, Boly, Coady, Kilman, Semedo, Dendoncker, Moutinho, Saiss, Neto, Podence, Jimenez
Varamenn: Ruddy, Hoever, Marcal, Neves, Silva, Traore, Otasowie
Athugasemdir
banner
banner
banner