Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 19. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Faðir Erling Braut Haaland skoðaði æfingasvæði Man Utd
Þær kjaftasögur verða sífellt háværari að Manchester United muni reyna að krækja í Erling Braut Haaland, framherja Red Bull Salzburg, í sumar eða næsta sumar.

The Athletic segir frá því í dag að Alf-Inge Haaland, faðir Erling Braut, hafi heimsótt Carrington, æfingasvæði Manchester United, á dögunum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, ku einnig hafa sent Simon Wells njósnara sinn til að skoða Erling Braut í leik á dögunum.

Solskjær þekkir Erling Braut eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde.

Hinn 19 ára gamli Erling Braut hefur skorað 22 mörk í 16 leikjum með Red Bull Salzburg á þessu tímabili en hann er kominn með sjö mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni.
Athugasemdir