Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sidibe býr nálægt Manchester: Liverpool er döpur borg
Mynd: Getty Images
Franski bakvörðurinn Djibril Sidibe gekk í raðir Everton að láni frá Mónakó í haust og virðist hann vera ánægður með lífið á Englandi.

Sidibe býr nær Manchester heldur en Liverpool og segir það vera vegna þess að Liverpool sé döpur borg.

„Mér líður vel hérna, ég er að venjast þessu hægt og rólega. Ég þarf meiri tíma því þessi deild er allt öðruvísi heldur en því sem ég er vanur. Þetta er líklega besta deild í heimi," sagði Sidibe í samtali við L'Est Eclair.

„Ég bý nálægt Manchester eins og meirihluti leikmanna Liverpool og Everton. Hvers vegna? Skulum bara segja að Liverpool er svolítið... döpur borg, sem fór í gegnum kvalir í fortíðinni.

„Það er ekki auðvelt að skipta úr miðjarðarhafshitanum yfir í rigninguna í Liverpool. Það er ekki auðvelt dags daglega en ég fékk smjörþefinn af þessu þegar ég var hjá Lille."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner