Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   lau 19. nóvember 2022 11:05
Brynjar Ingi Erluson
Enrique væri til í að sjá Messi vinna HM með Argentínu
Mynd: EPA
Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, er með aukalið til að halda með á HM í Katar en ef Spánverjum tekst ekki að vinna mótið þá vill hann að Argentína taki bikarinn heim.

Enrique var í beinu streymi á samfélagsmiðlinum Twitch í gær en þar fékk fólk tækifæri á að spyrja þjálfaranum út í allt milli himins og jarðar.

Hann á sér auðvitað draum um að vinna HM með Spánverjum en ef það gengur ekki upp er hann með uppáhaldslið og það er Argentína en hann segir Lionel Messi eiga það fyllilega verðskuldað að vinna HM.

„Ef Spánn vinnur ekki HM þá væri ég til í að Argentína myndi vinna mótið, Messi vegna. Það væri ósanngjarnt gagnvart Messi að hann myndi leggja skóna á hilluna án þess að vinna HM,“ sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner
banner