Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frans tekur sextánda tímabilið með Keflavík (Staðfest)
Fagnar hér marki í úrslitaleik umspilsins í haust.
Fagnar hér marki í úrslitaleik umspilsins í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Keflavík.

Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni í sumar og mun taka slaginn með því í Bestu deildinni næsta sumar. Keflavík endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar og fór upp úr deildinni með því að vinna umspilið.

Næsta tímabil verður hans sextánda með Keflavík, en Hornfirðingurinn kom frá grönnunum í Njarðvík í sumarglugganum 2011.

Frans er leikjahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur og tímabilið í ár var hans annað sem fyrirliði.

Frans er miðjumaður sem fæddur er árið 1990, hann á að baki 500 KSÍ leiki á sínum ferli og hefur í þeim skoraði 39 mörk.
Athugasemdir
banner
banner