Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu sem hefst klukkan 17:00 á herstöðvarvellinum í Varsjá í dag.
Lestu um leikinn: Úkraína 0 - 0 Ísland
Hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu en það óvæntasta er það að Hörður Björgvin Magnússon kemur inn í vörnina fyrir Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó kemur á bekkinn en tvær aðrar breytingar eru gerðar á liðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson kemur á hægri vænginn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson og þá kemur Brynjólfur Andersen Willumsson inn fyrir Kristian Nökkva Hlynsson.
Það má því gera ráð fyrir því að Brynjólfur spilar fremst með Andra Lucasi Guðjohnsen.
Íslandi nægir jafntefli til að komast í umspil um sæti á HM.
Byrjunarliðið: Elías Rafn Ólafsson (M), Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Mikael Egill Ellertsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Brynjólfur Andersen Willumsson.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 5 | 4 | 1 | 0 | 13 - 3 | +10 | 13 |
| 2. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 13 - 9 | +4 | 7 |
| 3. Úkraína | 5 | 2 | 1 | 2 | 8 - 11 | -3 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 5 | 0 | 1 | 4 | 2 - 13 | -11 | 1 |
Athugasemdir




