Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 16:09
Brynjar Ingi Erluson
Portúgal flaug inn á HM - Ótrúlegar senur er Heimir stýrði Írum í umspilið
Heimir Hallgrímsson er ótrúlegur
Heimir Hallgrímsson er ótrúlegur
Mynd: EPA
Portúgal er komið á HM
Portúgal er komið á HM
Mynd: EPA
Portúgalska landsliðið er búið að tryggja sæti sitt inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó eftir að hafa slátrað Armeníu, 9-1, í lokaumferðinni í riðlakeppninni í dag. Heimir Hallgrímsson náði að stýra Írum í umspilið með 3-2 sigri á Ungverjalandi með sigurmarki á lokasekúndum uppbótartímans.

Fjarvera Cristiano Ronaldo hafði engin áhrif á portúgalska liðið sem valtaði gersamlega yfir Armena.

Bruno Fernandes og Joao Neves skoruðu báðir þrennu fyrir Portúgal. Þrenna Fernandes kom á 27 mínútum en Neves gerði sína á 50 mínútum.

Portúgal vann riðilinn örugglega og flaug inn á HM, sem verður líklega það síðasta hjá Ronaldo.

Heimir Hallgrímsson náði þá því ótrúlega með Íra er þeir unnu dramatískan 3-2 sigur á Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um umspilssæti.

Ungverjar fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn en Írar vissu að þeir þyrftu sigur.

Troy Parrott gerði annað mark sitt á 80. mínútu og jafnaði leikinn en þegar komið var á síðustu sekúndurnar í uppbótartíma kom langur bolti inn á teiginn sem Parrott náði að teygja sig í og skjóta Írum í umspilið. Þrenna frá honum og bara ein svakalegasta frammistaða í manna minnum.

Svakalegar senur í Búdapest og Heimir sennilega í guðatölu hjá Írum eftir frammistöðuna í síðustu leikjum.



Ungverjaland 2 - 3 Írland
1-0 Daniel Lukacs ('3 )
1-1 Troy Parrott ('15 , víti)
2-1 Barnabas Varga ('37 )
2-2 Troy Parrott ('80 )
2-3 Troy Parrott ('90 )

Portúgal 9 - 1 Armenía
1-0 Renato Veiga ('7 )
1-1 Eduard Spertsyan ('18 )
2-1 Goncalo Ramos ('28 )
3-1 Joao Neves ('30 )
4-1 Joao Neves ('41 )
5-1 Bruno Fernandes ('45 , víti)
6-1 Bruno Fernandes ('52 )
7-1 Bruno Fernandes ('72 , víti)
8-1 Joao Neves ('81 )
9-1 Francisco Conceicao ('90 )
Athugasemdir
banner