Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. janúar 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
De Ligt kominn aftur í liðið - Lærir á hverjum degi
Matthijs de Ligt er tvítugur.
Matthijs de Ligt er tvítugur.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt, varnarmaður Juventus, segir að reynsluboltarnir Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci séu duglegir að leiðbeina sér og að hann læri af þeim á hverjum degi.

De Ligt var keyptur frá Ajax í sumar en fékk töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína í ítölsku A-deildinni. Hann var settur á bekkinn en þar sem Merih Demiral spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla opnuðust dyrnar aftur fyrir Hollendinginn unga.

Hann spilaði í 2-1 sigri Juventus gegn Parma í gær en Juve er með fjögurra stiga forystu eftir leiki helgarinnar.

„Það er augljóslega munur á milli hollensku deildarinnar og þeirrar ítölsku. Sérstaklega þegar kemur að minni liðunum. Í Hollandi eru topp fjögur liðin mjög góð en hér eru liðin fyrir neðan miklu betri. Hver einasti leikur er prófraun," segir De Ligt.

„Chiellini er mjög reyndur og hann veit hvernig á að spila. Ég vil vinna hvert einvígi en stundum er betra að nota hausinn og ég er að læra það frá honum. Ég er líka að læra mikið frá Bonucci. Báðir eru með mikla reynslu og ég er að reyna að bæta mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner