mán 20. janúar 2020 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Inter nálgast Eriksen - Staðfestir formlegt tilboð
Christian Eriksen er líklega á leið til Inter
Christian Eriksen er líklega á leið til Inter
Mynd: Getty Images
Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter á Ítalíu, segir að félagið hafi lagt fram formlegt tilboð í danska sóknartengiliðinn Christian Eriksen.

Eriksen, sem er 28 ára gamall, er á mála hjá Tottenham en samningur hans rennur út í sumar.

Honum er því frjálst að ræða við önnur félög en Inter hefur lagt fram formlegt tilboð til að fá hann í janúar.

Samkvæmt Sky Italia vill Tottenham fá 17 milljónir punda fyrir Eriksen en Inter hefur lagt fram tilboð sem hljómar upp á rúmlega 11 milljónir punda. Miðillinn telur það afar líklegt að Inter gangi frá kaupum á honum á næstu dögum.

„Við höfum lagt fram formlegt tilboð í Eriksen og bíðum nú eftir svari frá Tottenham. Það eina sem við getum gert núna er að bíða því það eru mörg félög áhugasöm. Hann er frábær leikmaður sem hefur auðvitað vakið athygli frá stærstu félögum Evrópu en við munum reyna okkar besta til að fá hann," sagði Ausilio.
Athugasemdir
banner
banner