Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. janúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Napoli í æfingabúðir - „Erum enn veikir"
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli.
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, segir að leikmenn liðsins hafi ákveðið að fara í æfingabúðir eftir 2-0 tap gegn Fiorentina á heimavelli á laugardag.

Napoli hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og er í neðri helmingi ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Gattuso tók við Napoli af Carlo Ancelotti undir lok síðasta árs. Undir hans stjórn hefur Napoli tapað fjórum af fimm leikjum sínum.

Núna ætlar Napoli í æfingabúðir fyrir erfiða leiki gegn Lazio og Juventus. Fyrr á tímabilinu vildi Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, senda leikmenn beint á æfingasvæðið í æfingabúðir eftir jafntefli gegn Salzburg í Meistaradeildinni - var það gegn óskum leikmanna og þjálfara.

Það endaði með því að De Laurentiis sektaði leikmenn og hótaði að lögsækja þá.

„Ég talaði við hópinn og þeir ákváðu að fara í æfingabúðir frá og með þessu kvöldi," sagði Gattuso eftir tapið gegn Fiorentina. „Það var þeirra ákvörðun."

„Við verðum að finna lausnir því það sem við erum að gera núna er ekki nóg."

„Ég get ekki útskýrt þetta. Ég hélt að liðið myndi sýna frábæra frammistöðu, en það gerðist ekki. Liðið hefur enga sál. Við erum enn veikir," sagði Gattuso.

Napoli hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð, en þetta tímabil hefur verið langt frá því að vera nægilega gott fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner