Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. janúar 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Sverrir skorar þegar hann spilar
Sverrir er búinn að reima á sig markaskóna.
Sverrir er búinn að reima á sig markaskóna.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason hættir ekki að skora um þessar mundir.

Landsliðsmiðvörðurinn var á skotskónum fyrir PAOK þegar liðið komst áfram í gríska bikarnum í dag.

PAOK burstaði AEL Larissa, sem er einnig úrvalsdeildarlið, á útivelli í bikarnum, 5-0. Sverrir Ingi skoraði fjórða markið af fimm en hann hefur núna skorað fjögur mörk í sex leikjum sem hann hefur spilað, þar af í þremur leikjum í röð. Það er nú alls ekki mjög algengt hjá miðverði að skora svona mikið.

PAOK, sem er eitt stærsta félag Grikklands, er komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.

Núna er í gangi leikur Olympiakos við Panetolikos. Þar er Ögmundur Kristinsson að spila sinn fyrsta leik fyrir stórlið Olympiakos. Við færum ykkur fréttir af þeim leik þegar honum lýkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner