Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal vinnur ekki titil - „Fengum stór augnablik"
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: EPA
„Við erum mjög vonsviknir, en við vorum að spila gegn liði í hæsta klassa," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir tap gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

„Við fengum stór augnablik í báðum hálfleikjum og við verðum einfaldlega að skora."

„Við fengum færi og við vorum að ýta á þá, en ef þú ætlar að leggja lið eins og Liverpool - þá verður þú að nýta færin þín."

Arteta sagðist stoltur af sínu liði, en Arsenal mun ekki vinna neinn titil á þessu tímabili. Fyrrum sóknarmaðurinn Chris Sutton var á BBC í kvöld og hann segir að þessi úrslit séu mikil vonbrigði fyrir Arsenal. Hann telur að það verði mikil pressa komin á Mikel Arteta ef liðið nær ekki topp fjórum.

„Arsenal er enn langt frá og það er mikil vinna eftir... það verður pressa á Arteta ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina," segir Sutton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner