Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. janúar 2022 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snær seldur til Lecce (Staðfest)
Davíð Snær
Davíð Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska félagið Lecce tilkynnti rétt í þessu að félagið væri búið að ganga frá kaupunum á Davíð Snæ Jóhannssyni frá Keflavík.

Davíð mun spila með Primavera (vara- og U19-) liði félagsins til að byrja með samkvæmt færslu á heimasíðu félagsins.

Davíð skrifar undir eins og hálfs árs samning við félagið með möguleika á þriggja ára framlengingu.

Miðjumaðurinn er nítján ára gamall og fer í læknisskoðun í dag.

Hjá Lecce hittir Davíð fyrir Þórir Jóhann Helgason sem gekk í raðir félagsins síðasta sumar. Aðallið Lecce er í toppbaráttu í ítölsku B-deildinni.

„Það er mikil eftirsjá af sönnum Keflvíkingi úr liðinu en allir þeir sem þekkja til Davíðs vita að hans hefur beðið hlutverk á stærra sviði knattspyrnunnar en á Íslandi frá því hann var lítill drengur. Það er enginn efi í huga knattspyrnudeildarinnar að Davíð mun standa sig með sóma á ítalíu og vera þjóð sinni og Keflavík til sóma," segir í færslu Keflavíkur í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner