Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. janúar 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton í viðræðum við Cannavaro
Mynd: Getty Images
Everton rak Rafa Benítez á sunnudag eftir slakt gengi á tímabilinu. Síðasti naglinn í kistu Benítez var tap gegn Norwich á laugardag.

Samkvæmt heimildum Telegraph hefur Everton fundað með Fabio Cannavaro. Cannavaro er 48 ára gamall Ítali sem hefur verið án starfs frá því hann fór frá kínverska félaginu Guangzhao Evergrande í september.

Duncan Ferguson mun stýra liðinu til bráðabirgða en Wayne Rooney, Frank Lampard og Ferguson eru þeir einu sem taldir eru líklegri en Cannavaro til að stýra Everton til lengri tíma.

Cannavaro var mjög sigursæll á sínum ferli og lék yfir 500 deildarlieki með stórliðum á Ítalíu og svo Real Madrid á Spáni.

Árið 2006 varð hann heimsmeistari með Ítalíu og fékk Ballon d'Or seinna sama ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner