Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 11:31
Elvar Geir Magnússon
Fá óbólusettir leikmenn Chelsea ekki að spila útileikinn í Meistaradeildinni?
Adama Traore, leikmaður Wolverhampton Wanderers, hefur fengið bólusetningu.
Adama Traore, leikmaður Wolverhampton Wanderers, hefur fengið bólusetningu.
Mynd: Getty Images
Chelsea gæti neyðst til þess að skilja óbólusetta leikmenn eftir heima þegar liðið spilar seinni leik sinn gegn Lille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Frakklandi í mars.

Frakkar hafa hert sóttvarnareglur og nú eru engar undanþágur sem leyfa óbólusettum leikmönnum að koma til landsins.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í franska dagblaðinu Le Parisien fyrr í þessum mánuði. Þar sagðist hann vilja „ergja óbólusetta" og því verði haldið áfram þar til yfir lýkur.

Í Frakklandi er aðgengi að veitingastöðum, krám, kvikmyndahúsum og fleiri opinberum stöðum heft fyrir þá sem ekki hafa látið bólusetja sig.

UEFA hefur sagt að lið þurfi að vera tilbúin að aðlaga sig að mismunandi reglum í hverju landi. Væntanleg er reglugerð frá UEFA fyrir útsláttarkeppnirnar í Evrópumótunum en þar munu koma fram frekari leiðbeiningar.
Athugasemdir
banner
banner
banner