Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. janúar 2022 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði í skýjunum að fylgja í fótspor sex Íslendinga
Jón Daði á landsliðsæfingu.
Jón Daði á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er algjörlega frábært. Bolton er stórt félag og ég man eftir þeim úr úrvalsdeildinni," sagði Jón Daði Böðvarsson í fyrsta viðtali sínu sem leikmaður Bolton.

Áður en að skiptin gengu í gegn rifti hann samningi sínum við Millwall sem átti að gilda fram á sumarið. Millwall vildi losna við hann af launaskrá og landsliðsframherjinn vildi komast frá félaginu.

Jón Daði kom til Millwall frá Reading árið 2019 og hefur verið í frystinum síðan í ágúst í fyrra; ekkert fengið að spila.

Hann er núna kominn í skemmtilegra umhverfi og á að hjálpa Bolton í ensku C-deildinni. Bolton hefur verið Íslendingafélag áður. Arnar Gunnlaugsson, Birkir Kristinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Grétar Rafn Steinsson og Ólafur Páll Snorrason hafa áður verið á mála hjá félaginu.

„Ég er í skýjunum að vera hérna. Ég man eftir því þegar Eiður Smári var hérna, hann var átrúnaðargoð mitt þegar ég var yngri. Guðni Bergsson og Grétar Rafn... ég talaði við Grétar áður en ég kom hingað og hann hafði ekkert nema gott að segja um félagið. Það hjálpaði. Ég er spenntur að bætast í hóp þessara íslensku leikmanna," segir Jón.

„Ég man eftir því að horfa á Bolton þegar ég var yngri og þegar það voru Íslendingar hérna. Ég er mjög ánægður."

„Svona stórt félag á alltaf að stefna hátt. Vonandi get ég hjálpað félaginu að rísa upp. Ég get ekki beðið eftir að byrja," segir íslenski sóknarmaðurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner