Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Tindastóll 
Leikmenn Tindastóls á reynslu hjá Örgryte
Þeir Jón Gísli, Einar og Sigurður.
Þeir Jón Gísli, Einar og Sigurður.
Mynd: Tindastóll
Þrír ungir og efnilegir leikmenn Tindastóls eru þessa dagana á reynslu hjá sænska félaginu Örgryte og æfa þar með U19 ára liði félagsins.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Einar Ísfjörð Sigurpálsson, Jón Gísli Stefánsson og Sigurður Pétur Stefánsson. Þeir skrifuðu allir undir tveggja ára samning við félagið á dögunum.

Þeir munu æfa með U19 ára liði Örgryte, mæta á 6 æfingar og spila 1 æfingaleik.

Þetta kemur upp í gegnum samstarf sem Tindastóll er að byggja upp með Örgryte sem er gamalgróið atvinnumannafélag i Svíþjóð. Samstarf sem verður síðan þróað í sameiningu á næstu árum.

Donni, Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, starfaði hjá Örgryte áður en hann sneri aftur heim á Sauðárkrók.
Athugasemdir
banner
banner