Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. janúar 2022 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sigur hjá Getafe í mjög fjörugum leik
Mynd: Getty Images
Getafe 4 - 2 Granada CF
1-0 Sandro Ramirez ('10 )
1-1 Luis Suarez ('13 )
2-1 Enes Unal ('47 )
3-1 Nemanja Maksimovic ('63 )
3-2 Luis Suarez ('78 )
4-2 Borja Mayoral ('87 )

Það var einn leikur í deild þeirra bestu á Spáni í kvöld, og var hann svo sannarlega skemmtilegur.

Getafe tók á móti Granada, og voru það heimamenn sem tóku forystuna eftir tíu mínútna leik. Sandro Ramirez, sem gerði það nú ekki gott með Everton á sínum tíma, skoraði og kom Getafe yfir. Forystan lifði hins vegar ekki lengi því Kólumbíumaðurinn Luis Suarez jafnaði fyrir Granada þremur mínútum síðar.

Fleiri voru mörkin ekki í fyrri hálfleik, en strax eftir tvær mínútur í seinni hálfleik komst Getafe aftur yfir þegar Enes Unal skoraði. Miðjumaðurinn Nemanja Maksimovic skoraði þriðja mark Getafe eftir rúmlega klukkutíma leik.

Granada gafst ekki upp og minnkaði Luis Suarez muninn með sínu öðru marki. Getafe náði hins vegar að loka leiknum þegar varamaðurinn Borja Mayoral skoraði á 87. mínútu.

Getafe átti alltaf svör og þeir náðu í þrjú stig úr þessum skemmtilega leik. Granada er í 14. sæti með 24 stig og Getafe er í 16. sæti með 21 stig. Getafe er núna fjórum stigum frá fallsvæði.
Athugasemdir
banner
banner
banner